Tˇnskßldasjˇ­ur RUV og STEFs

Þann 3. apríl 2017 var undirrituð stofnskrá nýs sjóðs, Tónskáldasjóðs RÚV og STEFs. Hinn nýi sjóður leysir tvo eldri sjóði af hólmi, Tónskáldasjóð RÚV sem verið hefur í vörslu Ríkisútvarpsins og Tónskáldasjóð Rásar 2 sem verið hefur í vörslu STEFs.

Markmið sjóðsins er að stuðla að frumsköpun og útbreiðslu íslenskrar tónlistar, m.a. með því að veita fjárstuðning til höfunda fyrir tónsmíði og heildstæð verk. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlagi frá RÚV og með hluta af þeim greiðslum sem RÚV greiðir í höfundarréttargjöld en RÚV er stærsti greiðandi þeirra gjalda hérlendis.

Gert er ráð fyrir að sjóðurinn styrki u.þ.b. 45 verkefni á ári og að úthlutað verði u.þ.b. 25 m.kr. árlega. Við úthlutun hljóta metnaðarfull og yfirgripsmikil verkefni forgang. Einnig er tilgangur sjóðsins að veita fjárstuðning við nýsköpun verka til flutnings í miðlum RÚV.

Stjórn sjóðsins skipa þrír aðilar, útvarpsstjóri sem er fulltrúi RÚV, auk aðila úr Félagi tónskálda og textahöfunda og Tónskáldafélagi Íslands. STEF tilnefnir seinni stjórnarmeðlimina tvo.

Úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Sótt er um styrki í gegnum umsóknargátt á vef RÚV.

http://www.ruv.is/tonskaldasjodur