SŠnsk-Ýslenski samstarfssjˇ­urinn - Fer­astyrkur

Um sjóðinn
Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn var stofnaður árið 1995 og hefur það hlutverk að
stuðla að gagnkvæmum kynnum og samvinnu Íslands og Svíþjóðar, einkum á sviði
menningarmála. Stofnfé sjóðsins voru 3 milljónir sænskra króna og er úthlutað af
árlegum arði þess til þeirra verkefna er náð hljóta fyrir augum sex manna
sjóðsstórnarinnar. 
 
Fé er veitt til einstakra verkefna og er sérstök áhersla lögð á ferðastyrki, þó sjóðurinn
hafi m.a. styrkt orðabókargerð, sænskukennslu o.fl. 
 
Umsóknarfrestur
Árlega er veitt úr sjóðnum. Jafnan er auglýst eftir umsóknum í desembermánuði, en
umsóknarfrestur er oftast til 1. febrúar.
 
Skilyrði
Styrkþegar þurfa að stuðla með einhverju móti að gagnkvæmum kynnum og
samvinnu Íslands og Svíþjóðar. Um önnur skilyrði er ekki getið. 
 
Nánari upplýsingar
Heimasíða Menntamálaráðuneytisins
postur@mrn.stjr.is - sími 545-9500

 

Texti úr heftinu "Listi yfir styrki og sjóði" sem Haukur S. Magnússon vann fyrir IMX