Nˇtnasjˇ­ur og hljˇ­ritasjˇ­ur

Nótnasjóður og Hljóðritasjóður

Nótnasjóður STEFs og Hljóðritasjóður STEFs úthlutar styrkjum tvisvar á ári, vor og haust skv. reglum um þessa sjóði.  Frestur til að sækja um að vori er til 10. apríl og til 10. september að hausti.  

Markmið Nótnasjóðs er að styrkja útgáfu íslenskra tónverka, þ.e. tónlistar með eða án texta, á nótum og á stafrænu formi, svo og að styrkja sambærileg verkefni sem samrýmast fyrrgreindu meginmarkmiði að mati sjóðsstjórnar. Tekjur sjóðsins eru þær tekjur, sem STEF fær úthlutaðar frá FJÖLÍS, svo og fjármagnstekjur af fjármunum sjóðsins á hverjum tíma.

Markmið Hljóðritasjóðs er að styrkja útgáfu íslenskra tónverka, þ.e. tónlistar með eða án texta, á hljómplötum, hljómdiskum og öðrum hljóðritum sem og á mynddiskum og öðrum myndritum, svo og að styrkja sambærileg verkefni sem samrýmast fyrrgreindu meginmarkmiði að mati sjóðsstjórnar. Tekjur sjóðsins eru þær tekjur, sem STEF fær úthlutaðar frá Innheimtumiðstöð gjalda (IHM), svo og fjármagnstekjur af fjármunum sjóðsins á hverjum tíma.

Umsóknum skal skila á þar til gerðu eyðublaði fyrir Hljóðritasjóð og eyðublaði fyrir Nótnasjóð. Umsóknir skulu sendar skrifstofu STEFs að Laufásvegi 40, 101 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið info@stef.is merktar hvorum sjóði um sig.

 

R E G L U R

fyrir Nótnasjóð og Hljóðritasjóð

 

1. grein 

Á vegum Sambands tón­skálda og eigenda flutningsréttar eru starfræktir tveir sjóðir, Nótnasjóður og Hljóðritasjóður.

Skal hvor sjóður bókfærður í bókhaldi STEFs sem deild í Tónmenntasjóði samtakanna. Reikningar þeirra skulu vera endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda og kjörnum skoðunarmönnum samtakanna.

 2. grein

Markmið Nótnasjóðs er að styrkja útgáfu íslenskra tónverka, þ.e. tónlistar með eða án texta, á nótum og á stafrænu formi, svo og að styrkja sambærileg verkefni sem samrýmast fyrrgreindu meginmarkmiði að mati sjóðsstjórnar. Tekjur sjóðsins eru þær tekjur, sem STEF fær úthlutaðar frá FJÖLÍS, svo og fjármagnstekjur af fjármunum sjóðsins á hverjum tíma.

 3. grein

Markmið Hljóðritasjóðs er að styrkja útgáfu íslenskra tónverka, þ.e. tónlistar með eða án texta, á hljómplötum, hljómdiskum og öðrum hljóðritum sem og á mynddiskum og öðrum myndritum, svo og að styrkja sambærileg verkefni sem samrýmast fyrrgreindu meginmarkmiði að mati sjóðsstjórnar. Tekjur sjóðsins eru þær tekjur, sem STEF fær úthlutaðar frá Innheimtumiðstöð gjalda (IHM), svo og fjármagnstekjur af fjármunum sjóðsins á hverjum tíma.

 4. grein

Stjórn hvors sjóðs skipa fimm menn, þar af fjórir tilnefndir af stjórn STEFs, auk framkvæmdastjóra samtakanna sem stýrir fundum sjóðsstjórnar.Varamenn í stjórn hvors sjóðs skulu vera tveir, tilnefndir af stjórn STEFs.

Tveir af stjórnarmönnum í stjórn Nótnasjóðs skulu vera félagsmenn í Tón­skálda­félagi Íslands, einn félagi í Félagi tónskálda og textahöfunda og einn  standa utan félaganna. Tveir af stjórnarmönnum í stjórn Hljóð­ritasjóðs skulu vera félagsmenn í Félagi tónskálda og textahöfunda, einn félagi í Tónskáldafélagi Íslands og einn  standa utan félaganna.

Stjórnarmenn og varamenn þeirra skulu skipaðir til tveggja ára í senn, í fyrsta sinn í júní 2010 fyrir tímabilið 1. júlí það ár til 30. júní 2012.

 5. grein

Hvor sjóðsstjórn skal halda tvo reglulega fundi á ári hverju, annars vegar á tímabilinu 15. apríl til 15. maí og hins vegar á tímabilinu 15. september til 15. október, svo og aukafundi ef þörf krefur.

Stjórnarfundir skulu haldnir samkvæmt nánari ákvörðun framkvæmdastjóra STEFs eða ef einhver stjórnarmaður fer sérstaklega fram á það. Skal fram­kvæmdastjóri sjá um að boða til stjórnarfunda með hæfilegum fyrirvara. Stjórnin er ákvörðunarbær ef þrír stjórnarmenn eru mættir til fundar og ræður afl atkvæða úrslitum í stjórninni.

Fundargerð skal halda um það sem fram fer á stjórnarfundum.

 6. grein

Sjóðsstjórn úthlutar styrkjum úr hvorum sjóði og skulu styrkir að jafnaði veittir á grundvelli umsókna, þar sem fram skal koma tilgangur styrkumsóknar og kostn­aðar- og tíma­áætlun vegna þess verkefnis sem um er að ræða. Tilkynna skal á heimasíðu STEFs í tæka tíð að umsóknarfrestur sé til 10. apríl vegna úthlutunar að vori og til 10. september vegna úthlutunar að hausti.

Styrkir skulu veittir á faglegum forsendum, óháð félagsaðild umsækjanda eða þess tónhöfundar sem í hlut á. Heimilt er að veita Tónskáldafélagi Íslands og Félagi tónskálda og textahöfunda styrki til einstakra verkefna, enda samrýmist þau markmiði hvors sjóðs um sig skv. 2. og 3. grein.

Óheimilt er að úthluta meira úr hvorum sjóði um sig á ári hverju en nemur árlegri úthlutun FJÖLÍS eða IHM til STEFs árið áður, þó þannig að höfuðstóll hvors sjóðs um sig nemi ekki lægri fjárhæð en 5 milljónum króna.

 7. grein

Stjórn STEFs tekur ákvörðun um að veita tilteknum fjárframlögum úr hvorum sjóði um sig, að hámarki 3 milljónum króna á ári hverju. Ber stjórn hvors sjóðs að taka tillit til þessara framlaga við úthlutun styrkja úr hvorum sjóði um sig, sbr. 6. grein.

 Þannig samþykkt á fundi stjórnar STEFs 11. maí 2010

 
Skilyrði
Styrkþegar þurfa að vera félagar í FTT. 
 
Nánari upplýsingar
www.ftt.is
jon@ftt.is