Nordisk Kulturfond - FramkvŠmda og fer­astyrkur

Um sjóðinn
Nordisk Kulturfond, Norræni Menningarsjóðurinn, veitir fé til norrænna
samstarfsverkefna, m.a. á sviði menningarmála, og er miðað við að a.m.k. þrjú norræn
lönd eigi hlut að máli. Sjóðurinn veitir einnig styrki til alþjóðlegs samstarfs, ef
hugmyndin er að kynna norræna menningu og menningarstefnu. Fé úr sjóðnum er
fyrst og fremst veitt til tímabundinna verkefna.
 
Markmið Nordisk Kulturfond er að stuðla að aukinni þátttöku almennings í norrænu
menningarsamstarfi og stuðla að þróun menningarlífs á Norðurlöndum, nýsköpun,
tilraunastarfi og þverfaglegu samstarfi. Úr honum er veitt um 25 milljónum danskra
króna ár hvert. 
 
Líkt og Menningaráætlun Evrópusambandsins er Nordisk Kulturfond lítt gagnlegur
tónlistarfólki sem leitar leiða til að fjármagna sitt hefðbundna starf, útgáfu eða
útrásarverkefni. Hinsvegar er sjóðurinn digur og jafnframt þekktur fyrir að veita fé í
nýstárlegar hugmyndir, þannig að hugmyndaríkir tónlistarmenn sem hafa áhuga á
norrænu samstarfi geta ugglaust soðið saman skemmtileg og styrkbær verkefni. 
 
Umsóknarfrestur
Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og er umsóknarfrestur jafnan að vori og hausti.
Umsóknarfrestir eru auglýstir á heimasíðu Nordisk Kulturfond.
 
Skilyrði
Helsta skilyrði Nordisk Kulturfond er að verkefni verða að fela í sér samstarf a.m.k.
þriggja norrænna landa (sjálfsstjórnarsvæðin Grænland, Færeyjar og Álandseyjar
teljast lönd í þessum skilningi). 
 
Sjóðurinn styrkir hvorki verkefni sem hafa átt sér stað áður, né árleg verkefni. 
 
Skila þarf ítarlegri lokaskýrslu að verkefninu loknu.
 
Nánari upplýsingar
www.nordiskkulturfond.org
kulturfonden@norden.org - postur@mrn.stjr.is

 

Texti úr heftinu "Listi yfir styrki og sjóði" sem Haukur S. Magnússon vann fyrir IMX