Menningarsjˇ­ur F═H - FramkvŠmdastyrkur

Um sjóðinn
Menningarsjóður FÍH sækir fé sitt í svokallaða flytjendapeninga, sem félagið hefur
innheimt fyrir hönd umbjóðenda sinna – þ.e. þeirra sem flytja tónlist á opinberum
vettvangi. Ætlunin er að fénu verði í framtíðinni veitt til þeirra sem hafa aflað þess,
samkvæmt gagnabanka, með svipuðu kerfi og STEF útdeilir sínum sjóðum. 
 
Í dag er hinsvegar hafður sá háttur á að stjórn menningarsjóðs útdeilir úr honum eftir
umsóknum sem í hann berast og eru styrkirnir ætlaðir til tónleikahalds, útgáfu á eigin
vegum og/eða endurmenntunar. Geta styrkirnir numið allt að 250.000 krónum, en
sjóðurinn útdeilir árlega um fimmtán milljónum. 
 
Umsóknarfrestur
Enginn sérstakur umsóknarfrestur er í sjóðinn, en úr honum er deilt ársfjórðungslega.
 
Skilyrði
Þrátt fyrir að aðild að stéttarfélaginu FÍH sé ekki skilyrði fyrir því að hljóta styrk úr
menningarsjóðnum ganga félagar þess fyrir öðrum þegar úr honum er veitt. Full
ástæða er til að hvetja atvinnuflytjendur til þess að ganga í FÍH, enda er stéttarfélagið
málsvari og fulltrúi þeirra og aðild að því fylgja ýmsir kostir, s.s. aðgangur að
hljóðveri og æfingaraðstöðu, ásamt annari þjónustu sem stéttarfélög veita.
 
Samkvæmt verklagsreglum Menningarsjóðsins er miðað við að umsækjendur geti
hlotið úthlutun úr sjóðnum á þriggja ára fresti, þ.e. styrkir úr honum eru ekki veittir
sömu aðilum ár eftir ár. 
 
Nánari upplýsingar
www.fih.is
Félag Íslenskra Hljómlistarmanna – sími 588 8255

 

Texti úr heftinu "Listi yfir styrki og sjóði" sem Haukur S. Magnússon vann fyrir IMX