Menningarߊtlun ESB - Fer­a og framkvŠmdastyrkur

Um sjóðinn
Menningaráætlun Evrópusambandsins styrkir samstarfsverkefni á sviði lista og
menningar. Til þess að verkefni sé styrkbært þarf það að fela í sér samstarf aðila frá
a.m.k. þremur löndum innan Evrópu, en að sjálfsögðu er kostur ef samstarfið er milli
aðila fleiri þjóða. 
 
Menningaráætlun ESB er ólíkleg til þess að styrkja hljómsveitir eða staka
tónlistarmenn til verkefnavinnu. Sjóðurinn er þó um margt spennandi og víst er að
þangað má sækja myndarlega styrki til stærri verkefna sem útfærð eru á skemmtilegan
máta. 
 
Svanbjörg H. Einarsdóttir og Birna Gunnarsdóttir starfa hjá Upplýsingaþjónustu
menningaráætlunar Evrópusambandsins og veita þar góð ráð og ríka aðstoð við allt
sem viðkemur umsóknarferlinu, þ.m.t. útfærslu verkefna, gerð fjárhagsáætlana o.fl.
 
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur til verkefna sem áttu að hefjast árið 2009 var haustið 2008 og var
auglýstur á vefsíðunni www.evropumenning.is.
 
Skilyrði
Gerð er krafa um að verkefnin sem styrkt séu hafi eitthvað nýstárlegt fram að færa og
Evrópuvinkillinn á þeim verður að vera vel skilgreindur. 
 
Styrkir eru ekki veittir til einstaklinga, heldur félagasamtaka, fyrirtækja eða stofnana. 
 
Skila þarf ítarlegri lokaskýrslu að verkefninu loknu. 
Nánari upplýsingar
www.evropumenning.is
Svanbjörg H. Einarsdóttir – info@evropumenning.is - sími 562 6388

 

Texti úr heftinu "Listi yfir styrki og sjóði" sem Haukur S. Magnússon vann fyrir IMX