Kulturkontakt NORD - Fer­a og framkvŠmdastyrkur

Um sjóðinn
Norræna menningarmiðstöðin, Kulturkontakt Nord tók til starfa í maí árið 2007 og er
nýtt skipulag á norrænu styrkjakerfi á sviði menningar og lista. Henni er ætlað að vera
vettvangur fyrir norræna samvinnu á sviði menningar og lista, en menningarmiðstöðin
varð til þegar allir helstu norrænu menningarsjóðirnir voru sameinaðir, til að auka
hagræði. 
 
Listamenn, einstaklingar, félög og aðrir sem vinna á sviði menningar og lista geta sótt
styrki til sjóðsins. Ætlast er til að umsækjendur búi yfir reynslu og hæfni og teljist að
því leiti fagfólk eða fagaðilar.
 
Sjóðurinn skiptist í tvo meginþætti, „Ferðir og aðsetur“ og „Listir og menning“, en
þeir skiptast svo í fleiri undirflokka. Veittur er stuðningur við myndun tengslanets,
gestavinnustofur og ferðastyrkir úr fyrri flokknum, en úr þeim síðari má sækja
fjármagn til „Starfsemi sem miðar að framleiðslu og samskiptum“ og „Starfsemi sem
stuðlar að útbreiðslu þekkingar, auknum hæfileikum og þróun.“ 
 
Reglur sjóðsins og verklag eru enn í mótun og upplýsingar er liggja fyrir um hann á
vefsíðu KKnord eru tyrfnar. Því ættu þeir sem hafa hug á að sækja þangað styrk að
hafa samband við fulltrúa sjóðsins hér á landi, en það er hin sérdeilis hjálplega
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, hjá Norræna Húsinu. Þuríður getur veitt aðstoð við allt
er viðkemur styrknum. Hægt er að ná í hana með því að senda póst á
thuridur@nordice.is
 
Umsóknarfrestur
Þar sem Kulturkontakt Nord felur í sér fjölda styrkja sem úthlutað er oft á ári eru
margir umsóknarfrestir. Gott er að fylgjast með á vefsíðu KKnord. 
 
Skilyrði
Styrkurinn er fyrir stök eða ný verkefni en er ekki ætlaður verkefnum sem ná yfir þrjú
eða fleiri ár. Ekki er hægt að fá styrk vegna verkefna sem þegar eru hafin.
 
Gerð er krafa um að verkefnin séu norræn, en til að svo sé þarf verkefnið að ná til
a.m.k. tveggja norðurlanda. Til dæmis í formi þátttakenda, skipuleggjenda eða sem
þema eða vettvangur. 
 
Skila þarf ítarlegri lokaskýrslu að verkefninu loknu.
 
Nánari upplýsingar
www.kknord.org
thuridur@nordice.is

 

Texti úr heftinu "Listi yfir styrki og sjóði" sem Haukur S. Magnússon vann fyrir IMX