Fer­asjˇ­ur STEFs

Um sjóðinn
Ferðasjóður STEFs hefur það hlutverk að styrkja höfunda til ferðalaga í sambandi við
starf sitt. Stofnfé sjóðsins fékkst við sölu íbúðar í Lundúnum, sem verið hafði í eigu
samtakanna. Sjóðurinn er fyrst og fremst ætlaður þeim höfundum og verkefnum sem
falla ekki undir skilyrði Reykjavíkur-Loftbrú og er árlega úthlutað ferðastyrkjum að
andvirði um 1.5-2 milljóna króna.  

Í stjórn sjóðssins sitja:

Jakob Frímann Magnússon fyrir FTT

Kjartan Ólafsson fyrir TÍ

Hrafn Pálsson fyrir rétthafa sem eru utan félaga.

Guðrún Björn Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs er stjórn sjóðssins til halds og trausts.
Úthlutanir fara fram sem næst ársfjórðungslega.
 
Umsóknarfrestur
Úthlutunarnefndin fundar nokkuð reglulega og er hægt að skila inn umsóknum í
sjóðinn hvenær sem er. 
 
Skilyrði
Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi afhent STEF umboð sitt og séu orðnir gildir
aðalfélagar í öðru hvoru aðildarfélaga STEFs, þ.e. Félags Tónskálda og Textahöfunda
eða Tónskáldafélagi Íslands.
 
Nánari upplýsingar
www.stef.is
info@stef.is