Borgarsjˇ­ur ReyjavÝkurborgar - FramkvŠmdastyrkur

Um sjóðinn
Borgarsjóður hefur þann tilgang að veita styrkjum til almennrar liststarfsemi til
einstaklinga, menningarstofnana og listhópa sem sannað hafa gildi sitt í reykvísku
menningarlífi eða geta með skýrum hætti sýnt fram á gildi starfs síns, án þess þó að
styrkir séu tengdir ákveðnu verkefni. Í umsókn skal greina frá starfi, leggja fram
starfsáætlun næsta árs, birta fjárhagsáætlun þegar um rekstur eða viðburði er að ræða,
og upplýsa um aðrar fjármögnunarleiðir til starfsins. 
 
Styrkjaferli Reykjavíkurborgar fer fram einu sinni á ári.  Á haustin er auglýst eftir
styrkjum í borgarsjóð. Sótt er um styrki á sérstökum umsóknareyðublöðum sem finna
má á Rafrænu Reykjavík á meðan á umsóknarfresturinn stendur yfir. Allar umsóknir
um menningarmál berast til Menningar- og ferðamálasviðs að loknum skilafresti.
Menningar- og ferðamálaráð felur fimm manna faghópi að fjalla um umsóknir um
styrki til ráðsins
 
Einnig má benda á Tónlistarhópur Reykjavíkur er valinn árlega úr umsóknum.
Tónlistarhópur 2008 var Ísafold - Kammersveit og hlaut hún tveggja milljóna króna
styrk. 
 
Umsóknarfrestur
Árlega birtist auglýsing í prentmiðlum og á www.reykjavik.is með haustinu og er umsóknarfrestur yfirleitta um tveir mánuðir.
 
Skilyrði
Í verklagsreglum menningar- og ferðamálaráðs um veitingu styrkja kemur m.a. fram
að ,,Verkefnastyrkir skulu veittir einstaklingum, listhópum og menningarstofnunum
sem geta með skýrum hætti sýnt fram á gildi einstakra tilgreindra verkefna á sviði
menningar og lista, geta sýnt fram á getu til að hrinda styrkverkefni í framkvæmd á
næsta starfsári og leggja fram skýra fjárhagsáætlun þar sem tilgreindar eru
fjármögnunarleiðir. 
 
Nánari upplýsingar:
www.reykjavik.is
kristjana.nanna.jonsdottir@reykjavik.is - sími 590 1520

 

Texti úr heftinu "Listi yfir styrki og sjóði" sem Haukur S. Magnússon vann fyrir IMX