News in english

Gunnar ١r­arson sj÷tugur

Gunnar varð fljótt eftirsóttur upptökustjóri og útsetjari og ógjörningur er að telja upp allar þær hljómplötur sem hann hefur komið nálægt á einn eða annan hátt. Árið 1975 fékk Gunnar listamannalaun, fyrstur íslenskra hryntónlistarmanna og vakti það verðskuldaða athygli. Það sama ár hljóðritaði hann svo sína fyrstu sólóplötu.


Lög Gunnars á hljómplötum eru yfir 400 talsins og það líður tæpast sá dagur að ekki séu lög þessa hæfileikamanns flutt í útvarpi eða við önnur tækifæri hér á landi. Hann var gerður að Heiðursfélaga FTT árið 2008. Gunnar hefur fyrir löngu síðan sýnt og sannað hversu fjölhæfur listamaður hann er; jafnvígur á hina ýmsu stíla þótt melódían sé ávallt í fyrirrúmi. Einn af hápunktum ferils hans er án alls vafa óperan Ragnheiður sem hann samdi ásamt Friðriki Erlingssyni. Tónleikauppfærsla verksins var frumflutt í Skálholti í ágústmánuði 2013 og í mars 2014 var verkið svo frumsýnt á sviði Hörpunnar undir merkjum Íslensku óperunnar. Sýningin hlaut einróma lof gagnrýnenda og var fádæma vel tekið af áhorfendum. Sér ekki fyrir endann á ævintýri þessu.

Félag tónskálda og textahöfunda óskar Gunnari Þórðarsyni til hamingju með sjötugsafmælið og þakkar honum ómetanlegt framlag til íslenskrar menningar.