News in english

Vinnustofur

Viltu koma tónlistinni þinni á framfæri erlendis? 

Þá eru vinnustofur STEFs og ÚTÓN rétti staðurinn til að læra meira um hvernig tónlistarforleggjarar („publishers“) og tónlistarráðgjafar („music supervisors“) starfa.  Á vinnustofunum gefst einnig einstakt tækifæri til að hitta erlenda tónlistarforleggjara og ráðgjafa sem koma gagngert til landsins til að kynnast íslenskri tónlist. Svona vinnustofur voru haldnar í fyrsta sinn í fyrra með tónlistarráðgjöfum og mæltust mjög vel fyrir.

Alls verða haldnar fjórar vinnustofur; tvær með forleggjurum og tvær með tónlistarráðgjöfum.  Verða þær haldnar í húsakynnum STEFs að Laufásvegi 40.

Á vinnustofunum verður farið yfir kosti og galla þess að vinna með tónlistarforleggjurum („publishers“) og tónlistarráðgjöfum („music supervisors“) og ferlið við val á tónlist til hljóðsetningar auk þess sem höfundum gefst kostur á að sýna þessum gestum eigið efni og fá samtal um það. Þessir aðilar koma báðir mikið að því að finna tónlist í hverskonar hljóðsetningar í auglýsingar, sjónvarp og kvikmyndir.

4. nóvember kl. 10 - 12. Publishing - með Steinar Fjeld (NO) og Lars Sjelle (DK) tónlistarforleggjurum.
Sérstakur gestur verður tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sem mun segja frá reynslu sinni af því að vinna með tónlistarforleggjara.

4. nóvember kl. 14 - 16. Music Supervising – með Jerry Krenach, Alicien Schneider og Staci Slater frá BNA

5. nóvember kl. 10 - 12. Publishing - með Steinar Fjeld (NO) og Lars Sjelle (DK) tónlistarforleggjurum.
Sérstakur gestur verður tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sem mun segja frá reynslu sinni af því að vinna með tónlistarforleggjara

5. nóvember kl. 14 - 16. Music Supervising – með Jerry Krenach, Alicien Schneider og Staci Slater frá BNA

Þeir höfundar sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum vinnustofum er vinsamlegast bent á að senda póst á info@stef.is merkt „Vinnustofur" fyrir þann 1. nóvember nk. Einungis 10 höfundar verða þó valdir til þátttöku í hvora vinnustofuna fyrir sig. Þeir sem taka þátt verða að vera tilbúnir til að senda inn fyrirfram 2 verk eftir sig til hlustunar fyrir tónlistarráðgjafana. Nánari upplýsingar um skil efnis til hlustunar verða sendar skráðum þátttakendum. Ekkert gjald er tekið fyrir þáttöku. Þetta er tækifæri til að komast í samband við gott fólk í geiranum sem er að vinna á alþjóðavísu.
Þá eru vinnustofur STEFs og ÚTÓN rétti staðurinn til að læra meira um hvernig tónlistarforleggjarar („publishers“) og tónlistarráðgjafar („music supervisors“) starfa.  Á vinnustofunum gefst einnig einstakt tækifæri til að hitta erlenda tónlistarforleggjara og ráðgjafa sem koma gagngert til landsins til að kynnast íslenskri tónlist. Svona vinnustofur voru haldnar í fyrsta sinn í fyrra með tónlistarráðgjöfum og mæltust mjög vel fyrir.

Alls verða haldnar fjórar vinnustofur; tvær með forleggjurum og tvær með tónlistarráðgjöfum.  Verða þær haldnar í húsakynnum STEFs að Laufásvegi 40.

Á vinnustofunum verður farið yfir kosti og galla þess að vinna með tónlistarforleggjurum („publishers“) og tónlistarráðgjöfum („music supervisors“) og ferlið við val á tónlist til hljóðsetningar auk þess sem höfundum gefst kostur á að sýna þessum gestum eigið efni og fá samtal um það. Þessir aðilar koma báðir mikið að því að finna tónlist í hverskonar hljóðsetningar í auglýsingar, sjónvarp og kvikmyndir.

Nánar tiltekið verða vinnustofurnar eftirfarandi:

4. nóvember kl. 10 - 12. Publishing - með Steinar Fjeld (NO) og Lars Sjelle (DK) tónlistarforleggjurum.
Sérstakur gestur verður tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sem mun segja frá reynslu sinni af því að vinna með tónlistarforleggjara.

4. nóvember kl. 14 - 16. Music Supervising – með Jerry Krenach, Alicien Schneider og Staci Slater frá BNA

5. nóvember kl. 10 - 12. Publishing - með Steinar Fjeld (NO) og Lars Sjelle (DK) tónlistarforleggjurum.
Sérstakur gestur verður tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sem mun segja frá reynslu sinni af því að vinna með tónlistarforleggjara

5. nóvember kl. 14 - 16. Music Supervising – með Jerry Krenach, Alicien Schneider og Staci Slater frá BNA

Þeir höfundar sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum vinnustofum er vinsamlegast bent á að senda póst á info@stef.is merkt „Vinnustofur" fyrir þann 1. nóvember nk. Einungis 10 höfundar verða þó valdir til þátttöku í hvora vinnustofuna fyrir sig. Þeir sem taka þátt verða að vera tilbúnir til að senda inn fyrirfram 2 verk eftir sig til hlustunar fyrir tónlistarráðgjafana. Nánari upplýsingar um skil efnis til hlustunar verða sendar skráðum þátttakendum. Ekkert gjald er tekið fyrir þáttöku. Þetta er tækifæri til að komast í samband við gott fólk í geiranum sem er að vinna á alþjóðavísu.