News in english

┌tflutningssjˇ­ur Ýslenskrar tˇnlistar eflist!

Aukning á tónleikum íslenskra tónlistarmanna erlendis milli áranna 2012 til 2013 hefur verið nánast tvöföld: úr rúmlega 700 í tæplega 1400. Landkynning sú sem af þessu starfi hlýst vefst ekki fyrir neinum og er öllum til gleði.

Það gleður okkur að tilkynna að sjóðurinn mun halda áfram að starfa óbreyttur út árið 2014. Stefnt er að halda áfram að úthluta styrkjum til verðugra verkefna og stuðla þannig að frekari kynningu á íslenskri tónlist erlendis. 

Hægt verður að sækja um ferðastyrki mánaðarlega, en stærri markaðsstyrkir verða úthlutaðir ársfjórðungslega. Vegna tafa við staðfestingar á framvindu ÚÍT verður úthlutun á markaðsstyrkjum sem fara átti fram í byrjun febrúar frestað fram í byrjun mars.

Sjáið vefsíðu www.uton.is, en þar eru allar upplýsingar um sjóðinn og umsóknareyðublað. Fylgist einnig með Facebook síðu ÚTÓN fyrir gagnlegar upplýsingar um úthlutanir og umsóknarfresti.

 
Til að fá umfjöllun í Icelandmusic.is fréttabréfinu sendið ábendingar á ensku um fréttir af s.s. nýjum útgáfum, hljómleikaferðalögum o.þ.h. á zoe@icelandmusic.is.