News in english

Fj÷lmenni ß Nřßrsfundi!

   

 

Nýársfundur FTT fór fram laugardaginn 4.jan s.l. í Iðnó. Mæting var með prýðilegasta móti og var kátt á hjalla í þessu sögufræga húsi.  Fundurinn fór fram með hefðbundnu sniði. Á meðan menn nutu veitinga í föstu og fljótandi formi fór formaður FTT, Jakob Frímann Magnússon, yfir starfsemi félagsins á árinu 2013 en þá fagnaði FTT 30 ára afmæli sínu. Fyrir vikið var félagið fyrirferðameira en oft áður og og bera t.d. viðburðahald og tímaritaútgáfa því greinileg merki.  Auk ræðu formanns stigu á stokk þau Bergur Ebbi og DJ Flugvél&Geimskip.  Bergur Ebbi fór á kostum með sinn hárfína húmor og leit yfir nýliðið ár í nokkurs konar tónlistarannál.  Dj Flugvél & Geimskip flutti félagsmönnum síðan eigið efni við frábærar viðtökur. Í lok fundar fjölmenntu viðstaddir á svið hússins og djömmuðu þar í dágóða stund við grúvandi F-dúr Tómasar Jónssonar, píanista, slagverk o.fl.