News in english

Okkar RÝkis˙tvarp: Samst÷­ufundur 4.des

Með fjöldauppsögnum á Ríkisútvarpinu þann 27. nóvember fjarlægðust stjórnendur Ríkisútvarpsins enn frekar lögbundið hlutverk stofnunarinnar sem menningar- og upplýsingamiðils í eigu þjóðarinnar.

Ráðist hefur verið á innsta kjarna íslenskrar menningar og áratuga starf í þágu heillar þjóðar gert að engu. Nú verðum við að láta í okkur heyra!

Boðið er til samstöðufundar í Háskólabíói miðvikudaginn 4. desember klukkan 18:00. Á fundinum verða framsögur leiðandi einstaklinga í samfélaginu, pallborð og umræður. Nánari upplýsingar birtast hér innan skamms.

Að samstöðufundinum stendur hópur aðdáenda Ríkisútvarpsins.