News in english

Starfslaun listamanna ˙thlutun 2014

Hægt er að sækja um starfslaun fyrir listamann í einn launasjóð eða fleiri, sé verkefni þess eðlis að það falli undir fleiri sjóði en einn. Ennfremur er unnt að sækja um starfslaun fyrir skilgreint samstarfsverkefni listamanna/hópa í einn launasjóð eða fleiri, falli verkefnið undir fleiri sjóði en einn.

 

Starfslaun eru alltaf greidd á persónulega kennitölu hvers umsækjanda. 

Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki

Sækja skal um listamannalaun og ferðastyrki á vef Rannís: rannis.is

Fylgigögn með umsókn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast skrifstofu stjórnar listamannalauna, hjá Rannís, Dunhaga 5, jarðhæð, 107 Reykjavík fyrir  kl. 17.00, miðvikudaginn 25. september 2013, dagsetning póststimpils gildir.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar aðframvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 57/2009 er stjórn listamannalauna heimilt að færa umsókn á milli sjóða. Slíkt verður einungis gert í samráði við umsækjanda. Sé um að ræða umsókn í fleiri sjóði en einn fara úthlutunarnefndir viðkomandi sjóða sameiginlega yfir umsókn.

 

Lög um listamannalaun og reglugerð er að finna á: www.listamannalaun.is og rannis.is

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofutíma, í síma 515 5838.