News in english

Stˇrkostlegir afmŠlistˇnleikar !

Samstarfið við Sinfóníuhljómsveit Íslands var fölskvalaust og frammistaða hljóðfæraleikara hennar og stjórnandans, Bernharðar Wilkinson, var í hæsta gæðaflokki.  Að loknum tónleikunum var haldið í Björtuloft, nýjasta veitingasal Hörpunnar. Þar nutu gestir góðra veitinga við undirleik Kristins Gunnars Blöndal sem valdi tónlistina sem þar ómaði.

Stúdíó Sýrland myndaði og hljóðritaði þessa ágætu tónleika og munu þeir verða sýndir í Ríkissjónvarpinu síðar á árinu.