News in english

┌tflutningssjˇ­ur Ýslenskrar tˇnlistar tekur til starfa

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar starfar skv. reglum samþykktum af mennta- og menningarmálaráðherra þann 5. febrúar 2013. Hlutverk útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar er að styrkja íslenskt tónlistarfólk við að koma tónlist sinni til stærri áheyrendahóps, á stærri markaði og auka möguleika þess á velgengni utan Íslands. Með sjóðnum verður til aukin fjárhagsaðstoð til tónlistarfólks á tónleikaferðalögum, aukin aðstoð til tónlistarfólks við þróun verkefna, aukin tækifæri til að komast á erlendar tónlistarhátíðir og auknir möguleikar skapast á tengslamyndun.

Ísland er afar lítill markaður. Mikilvægt er að auðvelda íslensku tónlistarfólki að koma tónlist sinni á framfæri sem víðast. Sú reynsla, þekking og sambönd sem skapast hafa innan ÚTÓN verða nýtt til að aðstoða tónlistarfólk í viðleitni sinni til að ná inn á stærri markaði.

Útflutningssjóður mun, með aðstoð reynslu- og kunnáttufólks, gera tónlistarfólki betur kleift að þróa og fullvinna verkefni sín, aðstoða það við tónleikaferðalög og aðra markaðssetningu.

Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð eru á vefsíðu ÚTÓN, www.uton.is.