News in english

Firnaflottur fÚlagsfundur

Mæting var prýðileg og þétt setinn bekkurinn.  Stjórnarmaðurinn Jónas Sigurðsson fór á kostum, vopnaður fartölvu og myndvarpa en hann hefur verið að skoða skiptingu tekna milli félaga í TÍ og FTT.   Formaður vor, Jakob Frímann, fór aðeins í saumana á Hörpumálum því vissulega er fjöldi FTT félaga einnig flytjendur og þessi umræða var gagnleg og komu fram mörg sjónarmið.  Höfundarréttarmál voru einnig í brennidepli og þá helst umræða um leyfisveitingar þegar erlend lög fá íslenska texta.  Líflegar umræður spunnust af þessu og lögðu margir orð í belg.