News in english

Tˇnleikar til hei­urs Jˇni heitnum ١rarinssyni.

Jón Þórarinsson fæddist 13. september 1917 og lést 94 ára að aldri í febrúar á þessu ári. Hann stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og hjá Paul Hindemith við Yale háskólann auk þess að sækja sumarnámskeið við Julliardskólann í New York. Jón vann fjölmörg verkefni á sviði tónlistar á Íslandi. Hann var yfirkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík um ellefu ára skeið, yfirmaður lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins frá 1968 til 1979 og átti mikinn þátt í því að koma Sinfóníuhljómsveit Íslands á laggirnar en hann var fyrsti stjórnarformaður sveitarinnar, síðar framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Jón var öflugt tónskáld og samdi fjölda kammer- og söngverka. Á tónleikunum nú á sunnudaginn verður megin áhersla á þau sönglög sem Jón samdi og lifa með þjóðinni.