News in english

Umsˇkn um starfslaun listamanna 2013

 

1. launasjóður hönnuða
2. launasjóður myndlistarmanna
3. launasjóður rithöfunda
4. launasjóður sviðslistafólks
5. launasjóður tónlistarflytjenda
6. launasjóður tónskálda

Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki.
 
Nýmæli vegna starfslauna listamanna fyrir árið 2013

Ráðherra hefur, að tillögu stjórnar listamannalauna, samþykkt að til viðbótar því að einstakir listamenn geti sótt um starfslaun til skilgreinds verkefnis í ákveðinn launasjóð verði bryddað upp á eftirgreindum nýmælum við úthlutun starfslauna listamanna fyrir árið 2013:

1. Gefinn er kostur á að sækja um starfslaun vegna skilgreindra samstarfsverkefna:

A. Fleiri en einn listamaður/hópur geta sótt um starfslaun í sama sjóð fyrir skilgreint samstarfsverkefni.

B. Fleiri en einn listamaður/hópur geta sótt um starfslaun í mismunandi sjóði fyrir skilgreint samstarfsverkefni.

2. Gefinn er kostur á einstaklingsumsóknum um starfslaun í mismunandi sjóði, falli verkefnið undir fleiri sjóði en einn.

 
Sérstök eyðublöð verða fyrir ofangreindar umsóknir. Úthlutunarnefndir viðkomandi sjóða fara sameiginlega yfir umsóknir.
 
Í öllum tilvikum eru mánaðarlaun greidd út á persónulega kennitölu hvers umsækjanda.

Sækja skal um listamannalaun á vef Stjórnarráðsins, vefslóðin er: https://minarsidur.stjr.is/ Umsóknareyðublöð verða aðgengileg frá og með 20. ágúst 2012. Umsóknarfrestur rennur út kl. 17.00, þriðjudaginn 25. september 2012.

 
Fylgigögn með umsókn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast skrifstofu stjórnar listamannalauna, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík, fyrir kl. 17.00, þriðjudaginn 25. september 2012, sé um póstsendingu að ræða gildir dagsetning póststimpils.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 57/2009 er stjórn listamannalauna heimilt að færa umsóknir á milli sjóða. Slíkt verður einungis gert í samráði við umsækjanda.

 
Lög um listamannalaun og reglugerð er að finna á heimasíðu stjórnar listamannalauna: listamannalaun.is
 
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni í síma 562 6388.
 
Stjórn listamannalauna 10. ágúst 2012.