Söngvasmiðja FTT hafin á Suðurnesjum
Paul Simm kom til landsins í gærkvöldi og er mikill akkur í þessum samstarfsmanni Amy Winhouse, Sugababes, Neneh Cherry o.fl. Að loknum vinnudegi í dag munu höfundar fara í skoðunarferð um Reykjanesskagann og anda að sér sjávarloftinu sem hefur í gegnum tíðina haft heldur betur góð áhrif á Bítlaskáldin sem frá þessu landssæði hafa komið. Á morgun mun Gunnar Þórðarson heimsækja söngvaskáldin og á fimmtudagskvöldið mætir sjálfur Magnús Eiríksson og leiðir mannskapinn í allan sannleikann á bak við eigið efni.