News in english

Umsˇkn um styrk ˙r Borgarsjˇ­i. Frestur til 1.oktˇber.

Reykjavíkurborg veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda.

Styrkirnir eru ætlaðir viðburðum eða verkefnum sem koma til framkvæmda á næsta ári.

Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Styrkveiting felur ekki í sér fyrirheit um frekari skuldbindingar af hálfu Reykjavíkurborgar nema gerður sé sérstakur samningur þess efnis.

Umsóknir um styrki fara nú fram í Rafrænni Reykjavík. Til að nálgast umsóknareyðublað þarf að byrja á að skrá sig inn hér.
Hafi umsækjandi ekki áður skráð sig í Rafræna Reykjavík þarf að stofna nýjan aðgang með kennitölu viðkomandi einstaklings eða fyrirtækis og fá lykilorð sent í heimabanka umsækjanda. Þegar notandi hefur skráð sig inn smellir hann á „Umsóknir“. Undir málaflokknum „Stjórnsýsla“ er smellt á „Umsókn um styrk úr borgarsjóði“. Eftir að umsókn hefur verið send er hægt að skoða hana í Rafrænni Reykjavík og fylgjast með stöðu á afgreiðslu málsins.

ATH! Eins og er geta einungis einstaklingar sótt um aðgang að Rafrænni Reykjavík. Opnað verður fyrir aðgang fyrirtækja/félaga/samtaka á allra næstu dögum. (Skrifað 26.8.2011)

ATH. Nú er ekki gert ráð fyrir eins mörgum reitum til að fylla inn í allar þær upplýsingar sem þurfa að fylgja, eins og var í eldra umsóknarformi, heldur er óskað eftir að umsækjendur sendi ákveðnar upplýsingar í viðhengi sem hægt er að tengja við umsóknareyðublaðið.

Þessar upplýsingar þurfa að fylgja í viðhengi svo umsókn verði tekin gild:
- Markmið verkefnis eða starfsemi
- Verk- og tímaáætlun
- Önnur fjármögnun eða starfsemi
- Kostnaðaráætlun (tekjur/gjöld)
Sjá nánar á umsóknareyðublaði.

Umsókn skal berast eigi síðar en 1. október 2011. Einungis eru teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Þeir aðilar sem fengi hafa styrk áður þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfnun þess fjár.

Fyrirspurnir má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is