News in english

Gu­r˙n Bj÷rk, nřr framkvŠmdastjˇri STEFs.

Nýr framkvæmdastjóri STEFs Guðrún Björk Bjarnadóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri STEFs frá og með 1. júlí 2011. Guðrún Björk gegndi áður stöðu markaðs- og innheimtustjóra STEFs. Guðrún Björk tekur við af Eiríki Tómassyni prófessor sem hættir störfum fyrir STEF eftir 24 ár sem framkvæmdastjóri. Guðrún Björk er 38 ára lögmaður með mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla. Hún á að baki farsælan feril sem lögmaður, fyrst hjá LOGOS lögmannsþjónustu og síðan hjá Samtökum atvinnulífsins auk þess sem hún hefur sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands, Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur, í félagarétti, vinnurétti og höfundarétti. Sem markaðs- og innheimtustjóri STEFs hefur Guðrún Björk borið ábyrgð á víðtækri endurskipulagningu innheimtu STEFs sem gefið hefur góða raun. Guðrún Björk er gift Ingvari Stefánssyni, byggingaverkfræðingi og forstöðumanni framkvæmdadeildar Olís og eiga þau tvær dætur, 5 og 8 ára gamlar. Helstu áhugamál Guðrúnar Bjarkar eru hestamennska og kórsöngur en hún hefur til margra ára sungið í kvennakórnum Vox Feminae. Aðspurð segist Guðrún Björk hlakka til að takast á við nýja starfið en mikið starf sé framundan við að stöðva þá aðför sem hafin er að réttindum höfunda með ólöglegri dreifingu tónlistar á Internetinu.

Við hjá FTT væntum mikils af samstarfinu við nýjan framkvæmdastjóra.