News in english

Jˇnas Sig + RitvÚlar framtÝ­arinnar + DÝsa Ý Gar­veislu FTT ß morgun!

FTT blæs til Garðveislu sinnar í fjórða sinn á morgun, föstudaginn 15.júlí í Hljómskálagarðinum.  Að þessu sinni eru það Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar auk Dísu (Bryndísar Jakobsdóttur) og danska tónlistarmannsins Mads Mouritz sem munu fylla nánasta umhverfi Tjarnarinnar tónum. 

Jónas sló fyrst í gegn með Sólstrandagæjunum 1995, dvaldi síðan árum saman í Danmörku og sló svo eftirminnilega í gegn á síðasta ári með breiðskífu sinni ,
- Allt er eitthvað - , en sú skífa innihélt lag ársins , - Hamingjan er hér -.

Dísa og Mads hafa búið og starfað í Danmörku undanfarin misseri og komið fram víða á Norðurlöndunum, Þýskalandi og víðar.
Breiðskífa þeirra með splunkunýju efni er væntanleg á markað í haust og er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingum gefst kostur á að heyra þá dansk-íslensku blöndu sem Song for Wendy er og þykir lofa mjög góðu .

Tónleikarnir hefjast kl.21.15 og eru allir velkomnir.  Aðgangur er ókeypis.