News in english

Kraumur, tˇnlistarsjˇ­ur.

Kraumur tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir verkefni á sviði íslenskrar tónlistar sem ráðgert er að eigi sér stað sumar, haust og vetur 2011.
Um er að ræða síðara umsóknarferlið af tveimur fyrir núverandi starfsár sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2011.
Tónlistarmenn og hljómsveitir úr öllum geirum tónlistar eru hvattir til að sækja um fyrir sín verkefni. Umsóknarferlið er einnig opið fyrir viðburði, námskeið og fræðsluverkefni.
Umsækjendum er bent á að kynna sér markmið og samþykktir sjóðsins og ráð til umsækjenda hér að neðan.
Opnað var fyrir umsóknarferlið þann 11. maí 2011

Kraumur notast ekki við umsóknareyðublöð, en allar umsóknir skulu innihalda;
»  Yfirlit yfir verkefnið
»  Upplýsingar um markmið þess
»  Fjárhagsáætlun og upphæð sem sótt er um
» Æskileg fylgigögn; tónlist á CD og ferilskrá (CV)

*Fjárhagsáætlun skal innihalda yfirlit yfir alla þekkta innkomuliði og útgjöld, og útlistun hvernig stuðningur Kraums getur nýst. Vinsamlegast takið fram ef sótt er um styrki í aðra sjóði eða verkefnið nýtur stuðnings annarstaðar frá.

- Mælst er til þess að umsóknir séu ekki lengri en 2 síður, auk fjárhagsáætlunar og fylgigögnum.
 - Umsóknum skal skila bréfleiðis.
 - Umsækjendum er bent á að kynna sér markmið og samþykktir sjóðsins, sem og þau þau ráð sem gefin eru umsækjendum hér að neðan.

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2011.
(Póststimpill gildir, og því hægt að setja í póst miðvikudaginn 1. júní)

Um er að ræða umfangsminna umsóknarferli en það fyrra fyrir árið 2011, og er áætlað að verja um 2.000.000 króna til listamanna og verkefna á sviði íslenskrar tónlistar að þessu sinni. Kraumur áskilur sér rétt til að lækka eða hækka þá upphæð þegar liggur fyrir hvaða umsóknir hafa borist.

Framkvæmdastjóri Kraums veitir fúslega upplýsingar um umsóknarferlið - og er umsækjendum til reiðu er varðar ráðgjöf við að skila inn umsókn. Skoðið einnig ráð til umsækjenda hér að neðan.

Skil á umsóknum
Kraumur tónlistarstjóður
 PO Box 124
 121 Reykjavík

Frekari upplýsingar veitir
 Jóhann Ágúst Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kraums
 S: 894 4321 / johann[a]kraumur.is

————————————————————————————


Ráð til umsækjenda
»  Miklu máli skiptir að umsækjendur geti skilgreint markmið verkefnisins vel, t.d. hvernig það þjónar viðkomandi listamanni/hljómsveit við að koma verkum sínum á framfæri eða með öðrum hætti.
»  Mikilvæg er að fjárhagsáætlun sé raunhæf og skýr. Tilgreina skal þá upphæð sem sótt er um.
»  Kjósi listamaður/hljómsveit að sækja um fleiri en eitt verkefni, skal aðgreina umsóknirnar vel og skila inn sértakri umsókn fyrir hvert verkefni.
»  Umsækjendum er bent á að kynna sér markmið og samþykktir sjóðsins.
»  Undanfarin ár hefur Kraumur stutt listamenn/hljómsveitir við plötugerð, en það skal sérstaklega tekið fram að í ár mun sjóðurinn líta frekar til þess að styðja listamenn/hljómsveitir við að koma verkum sínum á framfæri (t.d. áður útgefnum plötur), frekar en við upptökur á nýjum verkum.
»  Kraumur vill styðja og ýta undir nýsköpun og metnað á tónlistarviðinu.
» Í vali á verkefnum sem hljóta stuðnings er sérstaklega litið til þess að þau komi viðkomandi listamanni/hljómsveit lengra í ferli sínum og/eða við að koma tónlist sinni á framfæri.