News in english

Tˇnlist Slowblow tilnefnd til NorrŠnu kvikmyndatˇnlistarver­launanna 2011

Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin 2011 verða afhent í 3. sinn 30.apríl n.k. í Kaupmannahöfn á lokakvöldi dönsku kvikmyndahátíðarinnar Copenhagen Film Festival - CPH PIX AWARDS. Frá Íslandi er það tónlistin í kvikmyndinni BRIM eftir Árna Ásgeirsson sem er tilnefnd en sú tónlist hlaut einnig Eddu verðlaunin nýverið fyrir bestu kvikmyndatónlist í íslenskri kvikmynd. Tvíeykið SLOWBLOW hefur gert tónlist við kvikmyndir Dags Kára en þetta er í fyrsta sinn sem þeir Orri og Dagur Kári gera tónlist við mynd annarra en þess síðarnefnda. Það hefur þegar vakið umtalsverða athygli erlendis að einn fremsti kvikmyndaleikstjóri Íslands skuli jafnframt standa fremstur meðal jafningja á Íslandi við gerð kvikmyndatónlistar, en Dagur Kári hefur þegar skapað sér nafn sem einn af áhugaverðustu ungu kvikmyndaleikstjórum Norðurlanda. Verðlaunin voru í fyrra afhent á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, þau verða afhent að þessu sinni í Kaupmannahöfn föstudaginn 29. apríl á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar CPH PIX. SLOWBLOW var boðið að koma fram á hátíðinni en afþakkaði sökum anna. Fyrirhugað er að Norrænu kvikmyndatónlsitarverðlaunin verði afhent í Reykjavík á næsta ári í tengslum við kvikmyndahátíðina RIFF, Reykjavik International Film Festival. Fulltrúi Íslands í stjórn Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunanna er Jakob Frímann Magnússon formaður FTT, en dómnefndina á Íslandi skipa þau Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld, Kjartan Sveinsson tónskáld og Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur.