News in english

Fuglab˙ri­ Ý kv÷ld ß CafÚ Rˇsenberg

Næstsíðasta Fuglabúr vetrarins er á Café Rósenberg nú í kvöld, þriðjudaginn 19.apríl.

Þau Helgi Björnsson og Elíza Newman koma þar fram ásamt aðstoðarfólki og verður fróðlegt að heyra hvernig þau munu stilla prógramminu upp. Helgi hefur verið með annan fótinn í Berlín síðustu ár en þegar hinn fóturinn hefur verið á Fróni hefur Vestfirðingurinn yfirleitt verið aktívur eins og hans er von og vísa við tónsköpun og skapgerðarleik.  Elíza býr í Englandi þar sem hún sinnir sólóferli sínum við ágætan orðstí.

Tónleikarnir hefjast kl.21.00 og miðaverði er stillt í hóf; kr. 1.500.-