News in english

SÝ­asta frŠ­slukv÷ld vetrarins hjß ┌TËN

 

ÚTÓN heldur fræðslukvöld um tónleikaferðalög og kynningarbönd hljómsveita og tónlistarmann þriðjudaginn 3. maí kl. 19.30-22.00 í Norræna húsinu.Að þessu sinni verða tvö námskeið sameinuð í eitt. Annars vegar verður fjallað um kynningarmyndbönd hljómsveita og tónlistarmanna og hins vegar farið yfir undirstöðuatriði sem huga þarf að fyrir tónleikaferðalög innanlands og utanlands.Í fyrri hlutanum verður farið yfir þau undirstöðuatriði sem huga þarf að fyrir tónleikaferðalög innanlands og erlendis. Farið verður yfir tónleikabókara, áætlanagerð, sjóðstreymi, lausafjárstöðu og fleira. Rætt verður við Storme Whitby-Grubb sem unnið hefur sem ‘tour-manager’ með hljómsveitum á borð við CSS, We Are Scientists og Kaiser Chiefs. Hún mun fara yfir þau undirstöðuatriði sem huga þarf að fyrir tónleikaferðalög. Farið verður yfir tónleikabókara, áætlanagerð, sjóðstreymi, lausafjárstöðu og fleira.Í seinni hlutanum mun síðan Gunnar B. Guðbjörnsson sem m.a. hefur framleitt tónlistarheimildaþættina Sleepless in Reykjavík og gerði heimildamyndina The Sky Maybe Falling but the Stars Look Good on You um Ólaf Arnalds halda fyrirlestur um gerð tónlistar- og kynningarmyndbanda og vera með létta sýnikennslu. Hann mun ræða um hvaða tæki og tól, þekkingu þarf að hafa á reiðu og ræða kostnað og umfang mismunandi verkefna. Þá munu listamenn og framleiðendur deila reynslu sinni og ræða sín verkefni og framkvæmd þeirra. Á meðal þeirra eru Kitty Von Sometime, hugmyndasmiður Weird Girls og Davíð Berndsen tónlistarmaður.

Námskeiðsgjald er 5000 krónur og 3000 krónur fyrir félagsmenn FTT, TÍ, FÍH, FÍT og FHF. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Skráning er hjá greta@islandsstofa.isNánari upplýsingar veitir Kamilla Ingibergsdóttir, kamilla@icelandmusic.is og í síma 511 4000.