News in english

Af A­alfundi og A­alsteini.

 

Aðalfundur FTT fór fram s.l. miðvikudagskvöld, 6.apríl og fór vel fram. Megas kom og flutti 2 lög við mikinn fögnuð fundarmanna og að lokinni hefðbundinni dagskrá voru veittar veigar í föstu og fljótandi formi.  Það bar helst til tíðinda að Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, gaf ekki lengur kost á sér til stjórnarstarfa fyrir félagið en hann hefur setið í stjórn FTT undanfarin fjögur ár auk þess sem hann gegndi framkvæmdastjórastöðunni um langa hríð hér á árum áður. Honum var klappað lof í lófa af fundarmönnum.  Hans sæti tekur Helgi Björnsson frá Ísafirði en hann þekkja margir sem framlínumann sveita eins og Grafíkur og SS Sólar.  Við bjóðum Helga hjartanlega velkominn til starfa um leið og við þökkum Aðalsteini frábært starf.