News in english

FrŠ­slukv÷ld ┌TËN 1.mars n.k.

ÚTÓN heldur fræðslukvöld um nýjar dreifingarleiðir á tónlist þriðjudagskvöldið 1. Mars frá 19.30-22.00 í Norræna húsinu.
 Skoðaðar verða nýjar leiðir í dreifingu á tónlist á netinu og leitast við að svara spurningum á borð við hvort netdreifing geti alfarið tekið við dreifingu á tónlist? Hvort og hvernig hlutverk plötufyrirtækja hafi breyst? Hvernig netdreifing nýtist best? Hvað þarf að vera til staðar til að það náist árangur?
Íslensk fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í dreifingu á netinu segja frá þróun mála og þjónustu sinni. Alex MacNeil kynnir gogoyoko, Daddi Guðbergsson kynnir Grapewire og Engilbert Hafsteinsson kynnir tonlist.is. Þá munu listamenn og útgefendur deila reynslu sinni og ræða hvernig hefðbundnar og nýjar leiðir eru að þróast í útgáfu og markaðssetningu á tónlist. Á meðal þeirra sem munu ræða þetta eru Ásmundur Jónsson frá Smekkleysu og Hallfríður Ólafsdóttir höfundur Maxímús Músíkús.
 
Námskeiðsgjald er 5000 krónur og 3000 krónur fyrir félagsmenn FTT, TÍ, FÍH, FÍT og FHF. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn og létt hressing. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Skráning er hjágreta@islandsstofa.is
 Nánari upplýsingar veitir Kamilla Ingibergsdóttir, kamilla@icelandmusic.is og í síma 511 4000.