News in english

Lay Low og Maggi slˇgu Ý gegn

 

Fuglabúr hið þriðja fór fram þriðjudagskvöldið 18.janúar og að þessu sinni stilltu saman strengi sína þau Lay Low og Magnús Kjartansson.  Mæting var til fyrirmyndar að vanda og tónleikarnir voru hin mesta skemmtun. Magnús fór á kostum í kynningum sínum og Lovísa var heillandi eins og venjulega enda framkoma hennar ávallt látlaus og einlæg.  Þau spiluðu sín þekktustu lög við undirleik hljómsveitar og hápunkturinn var sennilega þegar ungfrúin söng Einskonar ást sem Brunaliðið gerði vinsælt á síðari hluta síðustu aldar.