News in english

Velheppna­ur Nřßrsfundur

 

Það er ekki hægt að kvarta undan mætingu FTT félaga á Nýársfundinn sem haldinn var þriðjudaginn 11.1 í Slippsalnum í Nema Forum við Geirsgötu en þann fallega stað reka félagi vor Valgeir Guðjónsson og hans frú, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir.  Það er skemmst frá því að segja að húsið var fullt af okkar fallega og hæfileikaríka fólki.  Formaður FTT, Jakob Frímann Magnússon,leiddi félagsmenn í allan sannleika um það sem áorkað hefur verið á síðastliðnu ári auk þess sem brýnustu verkefni næstu vikna og mánuða voru kynnt. Meðal annars sem vert er að minnast á af fundinum  er flutningur Bergþórs Pálssonar og Kjartans Valdemarssonar á tveimur lögum hagfræðingsins Þorvaldar Gylfasonar, en sinnir aukinheldur tónsmíðum af fullu krafti og er nýgenginn til liðs við FTT. Fundarmenn skáluðu og fyrir Björgvini Halldórssyni í tilefni af fálkaorðu þeirri sem forseti Íslands veitti honum á dögunum.  Að loknum fundarstörfum tók við frjáls tími og spunnust fjörugar umræður um eitt og annað og sérstakur áhugi virðist vera á meðal félaga FTT fyrir komandi Söngvasmiðju sem fyrirhugað er að setja á laggirnar með hækkandi sól.