News in english

S÷ngur, gl÷gg, gaman!

ÚTÓN heldur árlegt jólaglögg á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg n.k. þriðjudag, 30.11 milli kl. 18-20 og í þetta sinn mun hljómsveitin Of Monsters and Men spila nokkur lög af óútkominni plötu sinni sem væntanleg er á næsta ári. Boðið verður upp á Rósenberg-glögg, bjór, gos, kaffi og piparkökur. Helstu hagsmunafélög tónlistarmanna og útgefenda standa að glögginu en þau eru: Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Félag tónskálda og textahöfunda (FTT), Tónskáldafélag Íslands (TÍ), Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH) og Félag hljómplötuframleiðenda (FHF). Jólaglöggsgestir fá tækifæri til að fræðast um hvaða kostir fylgja því að vera skráður í félögin og hvaða skilyrði liggja þar að baki en forráðamenn félaganna verða á staðnum og svara spurningum gesta og veita upplýsingar um félög sín. Allir eru velkomnir, bæði innan- og utanfélagsmenn, og aðgangur er ókeypis. Vinsamlega skráið ykkur fyrirfram (enda tveir jólaglöggsmiðar í boði fyrir skráða við innganginn). Skráningar fara fram hjá Grétu í síma 511 4000 eða greta@islandsstofa.is. Þá fá gestir afslátt af miðaverði á tónleika feðginanna Láru Rúnars og Rúnars Þóris í Fuglabúrinu kl. 21 á Rósenberg sama kvöld en Fuglabúrið er tónleikaröð á vegum FTT, Reykjavík Grapevine og Rásar 2. Miðaverð fyrir jólaglöggsgesti 1000 kr. (almennt miðaverð 1500 kr.). Frekari upplýsingar um jólaglögg veitir Tómas Young í síma 777 5532 eða tomas@icelandmusic.is.