News in english

Samrß­svettvangur skapandi greina - Kynningarfundur

Sælir félagar góðir!.

Kynning á tölulegum niðurstöðum kortlagningar um hagræn áhrif skapandi greina verður á miðvikudaginn 1. desember í Bíó Paradís. Menntamálaráðherra og Iðnaðarráðherra verða viðstaddir og sennilega fjármálaráðherra líka.

5 ráðuneyti standa að málinu auk Íslandsstofu og síðan samráðsvettvangi skapandi greina sem samanstendur af kynningarmiðstöðum og fulltrúum leiklistar og leikjageirans. (ÚTÓN, Hönnunarmiðstöð, KIM, Bókmenntasjóði, Kvikmyndasjóði, Icelandic Gaming Industry og Sambandi sviðslistafólks.   Tónverkamiðstöð hefur jafnframt fylgst vel með vinnunni.

Allir sem starfa í skapandi greinum á Íslandi eru hvattir til að fjölmenna þ.m.t. félagar í FTT. Fundurinn er liður í að vinna að viðurkenningu og skilgreiningu á skapandi greinum sem atvinnuvegi sem  kveður að. Það væri gaman að sjá sem flest andlit úr hinum skapandi geira  meðal gesta.  Látið því boðið berast sem víðast.