News in english

STEF og CafÚ Rˇsenberg

STEF vill vekja athygli á því að fyrir skömmu síðan gerðu samtökin samstarfssamning við Café Rósenberg. Staðurinn, sem nú er orðinn einn af helstu stöðum landsins fyrir minni tónleika,mun eftirleiðis greiða höfundaréttargjöld til STEFs af þeim tónleikum sem þar eru haldnir. Um leið mun staðurinn annast skil á skýrslum yfir flutt verk á tónleikum sem þar fara fram til STEFs. Er þetta breyting frá því sem hingað til hefur viðgengist, að hver og einn tónleikahaldari eða þeir sem þar koma fram þurfi hver fyrir sig að annast innheimtu og skil á höfundaréttargjöldum svo og tónleikaskýrslum til STEFs.  Með þessu fyrirkomulagi fæst umtalsvert hagræði bæði fyrir STEF en ekki síður fyrir þá félagsmenn sem fram koma á staðnum.  STEF vonast til að breyting þessi komi til að falla í góðan jarðveg en stefna samtakanna er að gera á næstunni fleiri slíka samstarfssamninga við tónleikastaði.