News in english

Fuglab˙ri­ fˇr vel af sta­!

Það er óhætt að segja að þeir Bjartmar Guðlaugsson og Erpur Eyvindarson hafi tekið Rósenberg með trompi á fyrsta Fuglabúrskvöldi vetrarins í gærkvöldi.  Þeir deildu sviðinu frá í rúmar þrjár klukkustundir og leiddist greinilega ekki í návist hvors annars.  Bjartmar flutti ný og gömul lög, sagði frá tilurð og stóð svo sannarlega fyrir sínu í ádeilunni. Þegar hann söng svo um "týndu kynslóðina" ætlaði þakið hreinlega af húsinu við Klapparstíg.  Erpur lét heldur ekki sitt eftir liggja og þrumaði kraftmikil ljóð yfir salinn auk þess sem hann flutti sitt frábæra rapp við taktfastan undirleik geislaspilarans.  Í lokin tóku þeir saman lagið og blönduðu saman rappi, tveimur þekktum lögum Bjartmars og fengu salinn til að taka þátt.  Þetta var eftirminnilegt kvöld og ástæða til að þakka þessum afbragðs listamönnum fyrir þeirra framlag í gærkvöldi.