News in english

Fuglab˙r vetrarins 2010-2011

Tónleikaröðin Fuglabúrið þótti takast vel á síðastliðnum vetri og því engin ástæða til annars en að halda áfram að höggva í þann knérunn. Sex tónleikar hafa verið skipulagðir undir hatti Fuglabúrsins veturinn 2010-2011 og verða þeir allir á Rósenberg. Að öllum líkindum munu Akureyringar og nærsveitarmenn einnig fá að njóta tónleikanna því þeir verða flestir endurteknir á Græna hattinum.

Dagskráin lítur annars svona út:

26.október      Bjartmar Guðlaugsson / Erpur Eyvindarson

30.nóvember   Lára Rúnarsdóttir / Rúnar Þórisson

18.janúar        Lay Low / Magnús Kjartansson

22.febrúar       KK / Myrra Rós Þrastardóttir

22.mars          Magnús Eiríksson / Heiða trúbador

19.apríl          Helgi Björnsson / Elíza Newman