News in english

Umsˇknir um styrki ˙r Nˇtnasjˇ­i og Hljˇ­ritasjˇ­i

Samkvæmt nýjum reglum um þessa tvo sjóði tilkynnist hér með að frestur til að sækja um styrki úr sjóðunum er til 24. september 2010. Umsóknir skulu sendar skrifstofu STEFs að Laufásvegi 40, 101 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið info@stef.is merktar hvorum sjóði um sig. Í umsókn skal koma fram hver er tilgangur styrk­umsóknar og kostnaðar- og tímaáætlun vegna þess verkefnis sem um er að ræða. Ekki má sækja um styrki úr báðum sjóðum samtímis til sama verkefnis. Stjórn hvors sjóðs um sig úthlutar styrkjum úr honum síðari hluta september á grundvelli þeirra umsókna sem borist hafa í tæka tíð. Næsta úthlutun styrkja úr sjóðunum fer svo fram vorið 2011. Að öðru leyti vísast til upplýsinga um sjóðina sem er að finna hér að neðan.