News in english

Lag vikunnar no.2: Kling klang

Lag vikunnar að þessu sinni er eftir hinn ágæta tónlistarmann, Þóri Baldursson sem fyrst vakti athygli með Savanna tríóinu. Þar lék hann á kassagítar, söng og útsetti fyrir flokkinn. Ekki leið þó á löngu áður en Hammond-orgelið tók alfarið yfir og þeir eru fáir sem standast Þóri snúning á því sviðinu. Almenningur er minna upplýstur um ágæta hæfileika hans til tónsmíða.  Lög Þóris heyrast þó endrum og eins í útvarpinu og eru þeirra þekktust sennilega Brúðarskórnir, Miðsumarnótt og Leyndarmál.  Það var hljómsveitin Dátar sem hljóðritaði hið síðastnefnda árið 1966 og gaf út á 4 laga plötu undir merkjum SG-hljómplatna.  Á þeirri merku smáskífu er einnig að finna lag vikunnar; hið forkunnarfagra Kling Klang. Textann gerði Ólafur Gaukur.Fyrrnefndur Þórir Baldursson samdi lagið hinsvegar og leikur aukinheldur á nóturnar svörtu og hvítu. Njótið.

 

 

Dátar - Kling klang by FTT