News in english

Lag vikunnar: H˙sin mjakast upp

Í hinni nánustu framtíð munu birtast hér vikulega á síðunni íslensk lög úr ranni félaga í FTT.  Það er svo sannarlega af nógu að taka enda valinn maður í hverju rúmi í okkar ágæta liði. Fyrsta lagið sem varð fyrir valinu kom út árið 1977 á hljómplötunni "Sturla" og voru flytjendur og höfundar þau Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla, Valgeir Guðjónsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir.  Þessi 33 ára 33snúninga breiðskífa þykir ein okkar allra bestu platna og hópurinn sem gekk undir nafninu  "Spilverk þjóðanna" hlaut einróma lof fyrir tónlist sína, texta, flutning og útsetningar. Lög og textar voru einatt skrifuð á hópinn og þetta lag, "Húsin mjakast upp" er þar engin undantekning.  Þessi ballaða blámans er engri lík.  Njótið.

 

 

 

Spilverk þjóðanna - Húsin mjakast upp by FTT