News in english

You are in control 1. og 2.okt

 

Þann 1. og 2. október næstkomandi verður ráðstefnan You Are In Control haldin á Hilton Reykjavík Nordica.  Stjórn FTT hefur ákveðið að greiða niður þáttökugjald um 10.000 kr. fyrir fyrstu fimm félaga FTT sem skrá sig.
 
Rýnt verður í þróun og tækifæri í stafrænum viðskiptamódelum ásamt því að skoða samlegðaráhrif mismunandi listforma. Stafræn framtíð felur í sér nýsköpun og atvinnutækifæri. Þau sem taka þátt í umræðunni um hvernig best sé að fóta sig í þessum heimi eru líklegri til að vera í fararbroddi þegar tækifærin birtast.You Are In Control sameinar þá sem starfa í skapandi greinum, markaðsfólk og útgáfufyrirtæki á samvinnuþýðan máta og auðveldar því þátttakendum að læra af öllum skapandi greinum. Staðfestir mælendur eru meðal annars Imogen Heap, tónlistarkona og Grammy verðlaunahafi sem er þekkt fyrir að nýta samfélagsmiðla mjög vel og samtvinna mismunandi listform og Keith Harris hjá PPL í London og umboðsmaður Stevie Wonder. 
 
Í ár hefur YAIC að leiðarljósi fimm meginþemu sem hafa áhrif á allar skapandi greinar: fjármögnun með áherslu á nýja þjónustu sem sprottið hefur upp á netinu í kringum örfjármögnun, markaðssetningu í netheimum, höfundaréttarmál, vefviðskiptamódel og siðfræðilega viðskiptahætti.

Ef þú hefur áhuga á að nýta þér þetta tilboð hafðu samband við Gretu Björk Ómarsdóttur, greta@islandsstofa.is eða í síma 511 4000. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskránna er að finna á www.youareincontrol.is