News in english

Bj÷rk tˇk vi­ POLAR ver­laununum Ý dag

Björk Guðmundsdóttir tók nú síðdegis við sænsku Polarverðlaununum úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs en Björk fékk verðlaunin í ár ásamt ítalska tónskáldinu Ennio Morricone.

Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar, kynnti dóttur sína á verðlaunahátíðinni í dag og sagði m.a. að það kæmi sér ekki á óvart að hún hlyti verðlaunin í dag því tónlistarhæfileikar hennar hefðu komið mjög snemma í ljós.

Þakkarávarp Bjarkar var mjög stutt en hún sagði það mikinn heiður fyrir sig að hljóta Polarverðlaunin.

Sænskir listamenn fluttu meðal annars lög eftir Björk. Söngkonan Robyn flutti lagið Hyperballad og Wildbirds & Peacedrums fluttu Human Behavior.  Sænsku konungshjónin og Viktoría krónprinsessa og Daniel Westin, eiginmaður hennar, voru viðstödd hátíðina.
Í kvöld heldur verðlaunahátíðin áfram á Grand Hotel í Stokkhólmi þar sem fleiri listamenn koma fram.

Stig Anderson, umboðsmaður hljómsveitarinnar ABBA stofnaði til þessara verðlauna árið 1989 með stuðningi sænsku tónlistarakademíunnar. Fengu þau Björk og Morricone 1 milljón sænskra króna hvort, rúmar 17 milljónir íslenskra króna. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Led Zeppelin, Bob Dylan, Elton John og Bruce Springsteen.