News in english

Fuglab˙ri­ #5 - Andrea Gylfadˇttir og Villi NaglbÝtur

24. mars nk. munu tónlistarmennirnir Vilhelm „Naglbítur“ Anton Jónsson og Andrea Gylfadóttir leiða saman hesta villanadssína ásamt fríðum flokki hljóðfæraleikara á tónleikastaðnum Café Rósenberg við Klapparstíg.
Gestum Fuglabúrsins gefst kostur á að kynnast þessum listamönnum í afslöppuðu og nánu umhverfi. Miðaverð er aðeins 1500 kr og hefjast tónleikarnir kl. 22:00. Forsala miða er á midi.is
 
Andrea Gylfadóttir
Andrea Gylfadóttir er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar og hefur sungið hverja dægurlagaperluna á fætur annara, bæði sem sólótónlistarmaður og sem meðlimur í hljómsveitum á borð við Todmobile, Grafík og með Borgardætrum. Textar Andreu hafa einnig vakið mikla athygli í gegnum tíðina og hefur hún tvisvar verið kjörinn „Textahöfundur Ársins“ á Íslensku Tónlistarverðlaununum, árin 1993 og 1994.
 
Vilhelm Anton Jónsson
Tónlistar-, sjónvarps-, myndlistar- og nú síðast útvarpsmaðurinn og leikarinn Vilhelm Anton Jónsson þekkja flestir Íslendingar sem „Villa Naglbít“. Það nafn eins og flesti vita er dregið af hljómsveit hans, 200.000 naglbítar, þar sem Vilhelm er aðalsprautan. Vilhelm gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2007 og 2008 kom stórvirkið „200.000 Naglbítar og Lúðrasveit Verkalýðsins“ út.
 
Fuglabúrið
Tónleikaröðin Fuglabúrið er samstarfsverkefni FTT og tímaritsins Reykjavík Grapevine, þar sem leitast er við að brúa kynslóða- og tónbil milli ólíkra (og mis-gamalla) listamanna. Tvennir listamenn koma fram á hverjum tónleikum, helst úr sitt hvorri áttinni í aldri og stíl, og spila hvor sína tónleikana, en ljúka síðan kvöldinu með samspili hverskonar. Fyrstu tónleikarnir voru í maí 2009 með mæðgunum Bryndísi Jakobsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur, svo var röðin komin að Megas og Ólöfu Arnalds en í þriðja Búrinu sem haldið var í lok sumars 2009 voru það Bubbi Morthens og Hafdís Huld sem léku listir sínar. Jólafuglabúrið var svo í desember sl. þar sem Gunnar Þórðarson og Svavar Knútur héldu hátíðlega tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík .


Slóð á forsölu:
http://midi.is/tonleikar/1/5896

Fuglabúrið facebook