Aðalfundur FTT var haldinn miðvikudaginn 8.maí í Hannesarholti. Bragi Valdimar Skúlason gaf kost á sér til áframhaldandi setu í formannsembætti FTT og var kjörinn einróma. Ásamt honum skipa nú stjórn félagsins þau Jakob Frímann Magnússon, varaformaður, Helgi Björnsson, Samúel Jón Samúelsson, Sóley Stefánsdóttir og varamennirnir Védís Hervör Árnadóttir og Ragnheiður Gröndal.
Félag tónskálda og textahöfunda hélt Nýársfund sinn, laugardaginn 19.janúar, á Bergsson mathúsi á Grandanum. Líflegar umræður urðu um for-,nú- og framtíð auk þess sem "Raven" flutti gestum nokkur lög úr eigin ranni.
Félag tónskálda og textahöfunda óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Magnús Þór Sigmundsson var sæmdur heiðursmerki FTT á dögunum og er því orðinn heiðursfélagi og svo sannarlega vel að því kominn. Ragnheiður Gröndal, stjórnarmaður félagsins, sæmdi kappann gullmerkinu góða á afmælistónleikum hans í Háskólabíói á dögunum.