News in english

Mezzoforte 40 ßra

 

 

 

Hljómsveitin Mezzoforte fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli sínu með glæsibrag. Afmælistónleikar verða í Háskólabíói á morgun, 16.sept, þar sem hvergi verður til sparað. Vitað er að piltarnir hafa verið í ströngum , sjálfskipuðum æfingabúðum á undanförnum vikum og verða í sínu besta formi. Meðlimir sveitarinnar hafa verið félagar í FTT um langa hríð og fær hér árnaðar- sem og innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur á löngum og glæsilegum ferli. Mezzoforte hefur á að skipa mjög sterku baklandi, bæði hér heima og í útlöndum, og þeir félagar hafa ferðast um heiminn árum saman og breitt út fjúsíón-erindið eins og þeim einum er lagið. Betri hljóðfæraleikarar eru vandfundnir og það er hægara sagt en gert að koma "instrumental" lagi inn á helstu vinsældarlista heimsbyggðarinnar eins og þeir gerðu með Garðveislunni sinni (Garden Party). Til hamingju Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Fridrik Karlsson og Jóhann Ásmundsson. Þið eigið aðdáun okkar allra skilda og takk fyrir frábært framlag til tónlistarinnar!

Gar­veisla FTT

Garðveisla FTT verður laugardagskvöldið 8.júlí í garðinum á Laufásvegi 40 og stendur frá 21-23.30. Karl Olgeirsson og félagar mæta með Hammond orgel og fleira og sjá um tónlistarflutning ásamt Ragga Bjarna og Dísu Jakobs.

 

 

┴varp nřkj÷rins formanns FTT

Góðu tónskáld og textahöfundar.

Ég vil byrja á að þakka kærlega það traust sem þið sýnið mér með því að kjósa mig til formennsku (eða að minnsta kosti mótmæla ekki kjörinu hástöfum). Það hefur verið bæði skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í okkar merkilega og mikilvæga starfi undanfarin ár og hef ég orðið margs vísari um mál sem ég vissi ef satt skal segja ekkert sérstaklega mikið um þegar ég tók sæti í stjórn, holdvotur á bak við eyrun, fyrir nokkrum árum. Nú er ég hins vegar búinn að læra allflestar skammstafanir hinna ýmsu félaga og fagklúbba sem tengjast okkur - og auk þess nöfnin á helstu nefndum, ráðum, sjóðum og matarholum sem standa okkur til boða.
Ég tek við blómlegu búi fráfarandi formanns, sem hefur náð ótal mikilvægum málum í gegn á sinni tíð. Það skiptir miklu máli að við fylgjum þeim fast eftir og látum ekki hafa af okkur það sem hefur áunnist. Við þurfum að sjálfsögðu passa upp á höfundarrétt okkar og við þurfum að vera dugleg að sækja um í alla þessa sjóði, sem hann Jón okkar er sífellt að minna okkur á. Þeir eru margir orðnir bústnir og bólgnir af milljónum og monnípeningum og við þurfum að sækja og nýta aurana til að skapa og koma á framfæri góðri íslenskri tónlist.
Sömuleiðis þurfum við að standa í lappir gagnvart flennitónlistarveitum á borð við Spotify, sem láta ekki svo lítið að geta höfunda í gagnagrunnum sínum - um leið og við þurfum að troða okkur inn á spilunarlista þeirra og streyma inn í eyru sem allra flestra. Við þurfum að auka spilun íslenskrar tónlistar á neti, í útvarpi, sjónvarpi og öllum mögulegum vörpum öðrum. Sækja enn frekari stuðning við íslenska tónlist úr djúpum vösum og læstum fjárhirslum, varðveita verk okkar og miðla þeim - og auka veg okkar og virðingu. Við þurfum að rækta sambandið við önnur félög tónlistarfólks hér heima og ekki síður systurfélög okkar á norðurlöndum og standa saman vörð um réttindi okkar og lifibrauð. Auk þess þurfum við auðvitað að vera almennt í góðum fíling, setja saman tóna og texta, hrósa, gleðjast og taka þátt í ævintýrinu sem íslensk tónlist er.
Það er nóg að gera - og við erum svo stálheppin að stjórnin okkar er afskaplega vel skipuð góðu fólki, framkvæmdastjórinn er sérlega framkvæmdaglaður - og ég veit að við eigum eftir að leiða félagið saman til áframhaldandi sigra.
Þetta verður fjör,
Bragi.

A­alfundur FTT

Aðalfundur FTT verður haldinn þriðjudagskvöldið 9.maí kl.20.00 í Hannesarholti við Grundarstíg.

Venjuleg aðalfundarstörf, skemmtiatriði og léttar veitingar.