News in english

Söngvaskáld á Menningarnótt

STEF býður alla velkomna á notalegt STEFnumót við fjögur söngvaskáld í bakgarðinum að Laufásvegi 40. Þeir sem koma fram eru allt landsþekktir höfundar og flytjendur, en það eru þau; Lára Rúnarsdóttir, Snorri Helgason, Ólöf Arnalds og Júníus Meyvant. Munu þau hvert í sínu lagi flytja eigin tónlist. Heitt verður á könnunni fyrir gesti.

Garđveisla FTT föstudaginn 8.júlí

Bubbi heiđursfélagi FTT

Bubbi Morthens, sem fagnaði sextugsafmæli hinn 6.júní s.l., var í kjölfarið sæmdur Heiðursmerki FTT og bætist þar með í frækinn hóp Heiðursfélaga Félags tónskálda og textahöfunda en þeir eru auk Bubba: 

Ingibjörg Þorbergs 1996, Jón Múli Árnason 1996 (d. 2002), Jónas Árnason 1996 (d. 1998), Jóhann G. Jóhannsson 2003 (d.2013), Magnús Eiríksson 2003, Þórir Baldursson 2003, Gunnar Þórðarson 2008, Ólafur Haukur Símonarson 2008, Ólafur Gaukur Þórhallsson 2008, Magnús Kjartansson 2011, Valgeir Guðjónsson 2012, Egill Ólafsson 2013, Magnús Þór Jónsson (Megas) 2013, Þorsteinn Eggertsson 2013, Kristján Kristjánsson (KK) 2016.

Ríkharđur Örn sjötugur

 

Ríkharður Örn Pálsson, tónskáld og fræðimaður, fagnar í dag 70 ára afmæli sínu og sendum við hjá FTT þessum góða félagsmanni okkar bestu árnaðaróskir í tilefni dagsins.