News in english

Gle­ileg jˇl!

Félag tónskálda og textahöfunda óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Nřr hei­ursfÚlagi FTT

Magnús Þór Sigmundsson var sæmdur heiðursmerki FTT á dögunum og er því orðinn heiðursfélagi og svo sannarlega vel að því kominn. Ragnheiður Gröndal, stjórnarmaður félagsins, sæmdi kappann gullmerkinu góða á afmælistónleikum hans í Háskólabíói á dögunum.

Taxtar fyrir tˇnsmÝ­ar

Nú eru komnir í gagnið nýir taxtar fyrir tónsmíðavinnu sem urðu til í samvinnu Tónverkamiðstöðvarinnar, Tónskáldafélags Íslands og Félags tónskálda og textahöfunda. Þá er að finna hér á heimasíðunni: http://ftt.is/at/pages/front/

S÷ngvasmi­jan slˇ Ý gegn

Söngvasmiðja FTT fór fram á Eyjarslóð 7 helgina 19.-20.maí og þótti lukkast með eindæmum vel. 12 höfundar voru skráðir til leiks en einn forfallaðist þannig að eftir voru 11 sem unnu nokkur lög í samvinnu við 6 upptökustjóra. Söngvasmiðjan endaði svo á því að afrakstur helgarinnar var opinberaður í Djúpinu, sem er fyrir neðan veitingahúsið Hornið í Hafnarstræti. Það er skemmst frá því að segja að niðurstaðan hafi verið vonum framar; mörg frábær lög og textar litu dagsins ljós og listræn sambönd urðu til manna í millum. Stefnt er að því að endurtaka leikinn innan nokkurra mánaða jafnvel.