News in english

Lei­beiningar

Nýr valrönd er komin hér efst á síðuna sem kallast Leiðbeiningar. Undir henni má m.a. finna upplýsingar um endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist og hvernig skrá skal tónlist hjá tónlistarveitum á borð við youtube og spotify.

Ingibj÷rg Ůorbergs nÝrŠ­


Ingibjörg Þorbergs, tónskáld og söngkona, fagnar í dag 90 ára afmæli sínu og óskum við hjá Félagi tónskálda og textahöfunda henni innilega til hamingju með alla tugina, alla músíkina og eilífan stuðning við félagsskapinn en hún hefur verið meðlimur í FTT allt frá upphafi. Hún er án nokkurs vafa eitt af stóru nöfnunum í íslenskri tónlistarsögu. Ingibjörg varð snemma þekkt söngkona og að auki kunn fyrir lög og ljóð barnalaga og jólalaga sem hafa lifað fram á þennan dag. Má þar nefna Hin fyrstu jól, Jólaköttinn og Aravísur. Ingibjörg var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka einleikaraprófi á blásturshljóðfæri og frumkvöðull í plötuútgáfu og hefur varðað leið kvenna í íslenskri tónlist með framlagi sínu. Takk fyrir allt Ingibjörg!

Mezzoforte 40 ßra

 

 

 

Hljómsveitin Mezzoforte fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli sínu með glæsibrag. Afmælistónleikar verða í Háskólabíói á morgun, 16.sept, þar sem hvergi verður til sparað. Vitað er að piltarnir hafa verið í ströngum , sjálfskipuðum æfingabúðum á undanförnum vikum og verða í sínu besta formi. Meðlimir sveitarinnar hafa verið félagar í FTT um langa hríð og fær hér árnaðar- sem og innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur á löngum og glæsilegum ferli. Mezzoforte hefur á að skipa mjög sterku baklandi, bæði hér heima og í útlöndum, og þeir félagar hafa ferðast um heiminn árum saman og breitt út fjúsíón-erindið eins og þeim einum er lagið. Betri hljóðfæraleikarar eru vandfundnir og það er hægara sagt en gert að koma "instrumental" lagi inn á helstu vinsældarlista heimsbyggðarinnar eins og þeir gerðu með Garðveislunni sinni (Garden Party). Til hamingju Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Fridrik Karlsson og Jóhann Ásmundsson. Þið eigið aðdáun okkar allra skilda og takk fyrir frábært framlag til tónlistarinnar!

Gar­veisla FTT

Garðveisla FTT verður laugardagskvöldið 8.júlí í garðinum á Laufásvegi 40 og stendur frá 21-23.30. Karl Olgeirsson og félagar mæta með Hammond orgel og fleira og sjá um tónlistarflutning ásamt Ragga Bjarna og Dísu Jakobs.